www.matfasteigna.is

Sími 650 3707
Að ástandsskoða eignina reglulega sparar,
fjármuni og heldur þér og húsinu heilbrigðu.






Eins þegar um er að ræða kaup eða sölu fasteigna.
Verið viss um að búa í heilbrygðu og öruggu
húsi.
Við ástandsskoðun fyrir einstaklinga,
húsfélög, fyrirtæki.












Ástandsskoðun

Matsmaður er löggiltur húsasmíðameistari, útskrifaður sem skoðunarmaður fasteigna frá Háskólanum í Reykjavík.





Ástandsskoðun er gerð til að meta viðhaldsþörf, greina verkþætti framkvæmda, og forgangsraða. Eins til að meta hvort um byggingargalla sé að ræða og hvaða réttindi húseigandi hefur, gagnvart ábyrgðarmönnum og þeim tryggingum sem í gildi eru. Eins skoðun vegna myglusvepps. Þetta mat er hægt að nota við kaup eða sölu fasteigna.

Eins er gerð skýrsla um viðhaldsþörf sem hægt er að senda á verktaka og fá tilboð.
Því gott er að vita hvað er að, áður en verktakar koma á staðinn.

Hvers vegna söluskoðun

Tilgangurinn með því að gera söluskoðun og skýrslu er að minnka áhættuna á því að fólk lendi í málaferlum og að aðilar sem koma að fasteignaviðskiptum verði ekki fyrir tjóni.
Í skýrslunni er í grundvallaratriðum lýsing á ástandi eignarinnar og teknir eru fyrir helstu byggingarhlutar.
Beitt er kerfisbundini framsetning á málum sem varða alla eignina (gátlisti)
Hér er matsmaður eingöngu að lýsa því sem hann sér engu öðru.
Seljandi eða kaupandi geta beðið um nákvæma skoðun eða rannsókn á byggingarhlutum ef þeir hafa grun um ágalla.




Hvernig fer skoðun fram

Farið er hringinn í kringum húsið að utan og upp á allar svalir sem hægt er, eins eru gluggar skoðaðir.
Gler gluggakarmar, og opnanlegfög. Að innan er gengið í öll rými sem tilheyra eigninni og ef matsmanni finnst eitthvað
vera að (stórt sem smátt) er því gefinn einkun og punktað niður á minnisblað sem notað er við skýrslugerð.
Reynt er að fá upplýsingar um ef eitthvað er nýuppgert eða endurnýjað.
Skoðunin miðast við eðlilegt aðgengi (án tækja, svo sem lyftu stiga)

Lagnir rafmagn frárennsli

Matfasteigna fær verktaka til að mynda lagnir, og skoða rafmagnslagnir og töflur ef óskað er.