Fyrir kaupendur fasteigna Tilgangur ástandsskoðun/söluskoðun og skýrslu/minnisblaðs, er að minnka áhættu á málaferlum og að aðilar sem koma að fasteignaviðskiptum verði ekki fyrir tjóni. Takmark söluskoðunar er draga fram galla/skemmd sem almenningi gæti auðveldlega yfirsést. |
Áríðandi er að þegar tilboð er gert í fasteign, skal gera það með fyrirvara um ástandsskoðun. Hægt er að nota svona skýrslu, til að ná fram lækkun á söluverði eigna eða í samningum með því að láta kostnaðarmeta galla.
Hægt er að panta skoðun, senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. |
Verðskrá
Framkvæmd Söluskoðun er framkvæmt eftir ákveðnu ferli eða gátlista. Farið er um eignina að utan og innan hér er um sjónskoðun að ræða. Markmið skoðunar er a finna það sem gæti talist galli eða skemmd í húseigninni.
Notuð er hitamyndavél og rakamælar við skoðunina. Er það innifalið í verðinu. Ef grunur um myglu kemur upp við skoðun, er gert viðvart, og ráðgjöf um hvað skal gera. |
Niðurstöður
Hægt er að fá minnisblað (eitt A4) með því helsta er varðar eignina eða það sem kaupandi biður um.
Skoðunarskýrsla er mun nákvæmari og leitast við að kalla fram öll atriði er varða eignina.
Hvorutveggja er sent á verkkaupa í tölvupósti að skoðun lokinni
Matsmaður Matsmaður er menntaður sérfræðingur í viðhaldsþörf húseigna. Matsmaður er meðlimur í Matsmannafélagi Íslands, og eru aðferðir og gæðakröfur hans , miðaðar við þær kröfur og aðferðir sem félagið viðurkennir. Einnig er byggt á því sem kennt er við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Ísland í matsfræði/matstækni. Þar byggir námið á aðferðum og reynslu meðlima í Matsmannafélagi Íslands. Sjá http://www.mfi.is Matsmaður er Davíð Karl Andrésson löggiltur húsasmíðameistari og matsfræðingur dpl. |
Hægt er að biðja um, viðbót við skýrsluna. (Sanngjarnt verð ef um framhald á sölu skýrslu er að ræða). · Kostnaðarmat á því viðhaldi sem þarf að gera samkvæmt skoðuninni.· Hægt er að biðja um Hitamyndatöku til að skoða daggarmörk innanhúss svo og einangrun hússins.· Eins að biðja um tækja og efnis-rannsóknir, halla og hæðamælingar á byggingarhlutum.· Gerum úttekt á hvaða byggingarstigi hús eru, samkvæmt staðli, íst 51:2001.· Skoðun / úttekt samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012. og eldri reglugerð. |