Blue Flower

Dómar vegna ástandsskoðunar húsnæðis.

Það eru  engar reglur eða lög,  um ástandsskoðun fasteigna  vegna sölu hér á landi,  eins og er í öllum nágranalöndum okkar.   Hér eru það dómstólar sem eru að leggja línurnar.  Í fasteignakaupalögum er kaupandi skyldugur að skoða eignina og hafa tapað málum vegna þess að þeir hafa ekki fengið fagmenn til að ástandsskoða.

Eins hafa fallið dómar þar sem kaupendur hafa tapað málum vegna þess að þeir hafa fengið fagmann til að skoða eignina og hann ekki fundið galla sem hann hefði átt að sjá. Þá er ekki um leyndan galla að ræða.

Eftir stendur að áfram er í fullu gildi : Leyndir gallar og lögbrot.

Það sem fagmaður sér ekki við skoðun þá eru miklar líkur á, að um leyndan galla sé að ræða.

Undirritaður er á því að minni líkur séu á að fólk verði fyrir tjóni í fasteignaviðskiptum ef eignir eru ástandsskoðaðar.

——————————

Dómar  I

Létu fagmann ekki skoða og töpuðu málinu.

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200507698&Domur=2&type=1&Serial=1

 

í dómnum segir

      Stefndu hafa viðurkennt að stefnandi hafi, þegar þær skoðuðu eignina, bent þeim á tvær þakplötur sem skipta þyrfti um þar sem þær væru ryðgaðar. Þá hafa þær viðurkennt að hafa orðið varar við leka uppi í risi sem þær hafi spurt stefnanda út í. Fasteignin að Ægisíðu 64 var reist á árunum 1957 til 1958. Aldur eignarinnar, staðsetning við sjóinn og sú staðreynd að einhverjar þakplötur voru í slíku ástandi að um þær þurfti að skipta vegna ryðs gaf stefndu ríkulegt tilefni til þess að láta skoða þakið af sérfróðum aðila fyrir kaup. Það gerðu þær ekki og vanræktu með því skoðunarskyldu sína sem kaupendur, sbr. 29. gr. laga nr. 40/2002. Geta þær því ekki borið fyrir sig að þak eignarinnar hafi verið haldið galla, enda þykir ekki fram komið að stefnandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. Þá hafa stefndu ekki heldur sýnt fram á að ástand raflagna og ofnalagna hafi verið andstætt byggingarreglugerð þess tíma sem lagnir þessar voru lagðar, en fram kemur í söluyfirliti eignarinnar á dskj. nr. 19 að ekki sé vitað um ástand vatns-, frárennslis- eða raflagna. Loks er til þess að líta að stefndu hafa lýst því yfir að þær hafi litið svo á að aðrir gluggar en stór stofugluggi á 2. hæð væru upprunalegir. Miðað við aldur eignarinnar máttu þær þá reikna með að um þá þyrfti hugsanlega að skipta á næstu árum. Gaf það þeim tilefni til að skoða gluggana sérstaklega miðað við það. Það gerðu þær hins vegar ekki. Geta þær því ekki borið fyrir sig að gluggar hafi verið gallaðir, enda þykir ekki fram komið að stefnandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi í tengslum við upplýsingagjöf um ástand þeirra. 

       Í ljósi alls þessa verða gagnkröfur stefndu vegna fasteignarinnar ekki teknar til greina, hvorki á grundvelli sjónarmiða um skaðabætur eða afslátt.

---------------

Dómur II

Ástandsskoðun var gerð af fagmanni og málið tapaðist vegna þess að fagmaður hefði átt að sjá gallann.

Þessi fagmaður var ekki sérhæfður matsmaður fasteigna.

 

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200900289&Domur=9&type=1&Serial=1

A er rekstartæknifræðingur á vélasviði og við skoðun eignarinnar naut hann aðstoðar bróður síns Jóns, en hann er húsasmiður að mennt.

Þak hússins er að hluta til greinilegt frá götu, auk þess sem mjög gott útsýni er yfir þak bakhússins og miðhúsanna frá glugga á efri hæð. Þá kemur fram í tölvubréfi fyrirsvarsmanns stefnanda til stefnda 20. mars 2008 að þak á fremsta hluta hússins sé ónýtt, en við það hafi verið gert „með svokölluðum Shell-borðum á ótal mörgum stöðum (hundruðum staða).“ Svo umfangsmikil viðgerð, sem þarna er lýst og felst í því að líma borða á þakið til að koma í veg fyrir leka, er vel sjáanleg jafnvel þótt málað hafi verið yfir þakið. Að því gættu og með hliðsjón af þeim mikla leka frá þaki sem stefnandi hefur lýst mátti ástand þaksins vera greinilegt við þá skoðun sem fór fram á húsinu. Samkvæmt þessu getur stefnandi ekki borið fyrir sig galla í þaki og er þessum kröfuliðum hafnað.